Toyota yfir 10 milljónir bíla í ár Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 13:45 Toyota mun halda titlinum stærsti bílaframleiðandi heims í ár Ef áætlanir Toyota fyrir þetta ár standast verður fyrirtækið það fyrsta til að framleiða og selja yfir 10 milljónir bíla á einu ári. Toyota seldi rétt undir 10 milljónum bíla á síðasta ári og var fyrir vikið stærsti framleiðandi ársins 2012 og náði aftur titlinum af General Motors frá árinu 2011, en bæði GM og Volkswagen framleiddu fleiri bíla það ár en Toyota vegna jarðskjálftans stóra í Japan sem hamlaði verulega framleiðslu Toyota þá. Aðeins þriðjungur bílanna í ár verður framleiddur í heimalandinu Japan, eða 3,3 milljónir bíla en spá Toyota er um framleiðslu 10,1 milljón bíla. Því lítur út fyrir að Toyota muni halda titlinum á milli ára. Það sem helst hjálpar Toyota að ná þessu takmarki sínu er mikil eftirspurn eftir Hybrid bílum fyrirtækisins í heimalandinu sem og lækkun japanska yensins sem hjálpar því að selja bíla í öðrum löndum. Í sölutölum Toyota er einnig sala Daihatsu og Hino bíla, en bæði fyrirtækin eru í eigu Toyota. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent
Ef áætlanir Toyota fyrir þetta ár standast verður fyrirtækið það fyrsta til að framleiða og selja yfir 10 milljónir bíla á einu ári. Toyota seldi rétt undir 10 milljónum bíla á síðasta ári og var fyrir vikið stærsti framleiðandi ársins 2012 og náði aftur titlinum af General Motors frá árinu 2011, en bæði GM og Volkswagen framleiddu fleiri bíla það ár en Toyota vegna jarðskjálftans stóra í Japan sem hamlaði verulega framleiðslu Toyota þá. Aðeins þriðjungur bílanna í ár verður framleiddur í heimalandinu Japan, eða 3,3 milljónir bíla en spá Toyota er um framleiðslu 10,1 milljón bíla. Því lítur út fyrir að Toyota muni halda titlinum á milli ára. Það sem helst hjálpar Toyota að ná þessu takmarki sínu er mikil eftirspurn eftir Hybrid bílum fyrirtækisins í heimalandinu sem og lækkun japanska yensins sem hjálpar því að selja bíla í öðrum löndum. Í sölutölum Toyota er einnig sala Daihatsu og Hino bíla, en bæði fyrirtækin eru í eigu Toyota.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent