Chevrolet Volt með 3 strokka vél úr Opel Adam Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2013 15:45 Léttari og aflmeiri Volt hlýtur að vera takmark Chevrolet Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent
Samkvæmt Automotive News er til skoðunar hjá Chevrolet að næsta kynslóð Volt verði í boði með 3 strokka lítilli vél sem General Motors dregur úr vopnabúri sínu frá smábílnum Opel Adam. Von er á Opel Adam með þessari vél á næsta ári. Búist er við næstu kynslóð Volt á næstu 18 til 24 mánuðum. Þessi nýja vél yrði með 1,0 eða 1,2 lítra sprengirými, 115 hestöfl og smíðuð úr áli. Sú vél er 31 hestafli öflugri en er í núverandi Volt, en hún er með 1,4 lítra sprengirými. Einnig er búist við að Volt fá nýjan og léttan undirvagn. Núverandi Volt er smíðaður á sama undirvagni og Chevrolet Cruze og Buick Verano. Þessar breytingar ættu að verða til verulegrar lækkunar á eyðslu Volt og hver er ekki einmitt að pæla í slíku um þessar mundir.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent