Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að Kína muni í næsta mánuði fara fram úr Bandaríkjunum hvað varðar innflutning á olíu og verða stærsti olíuinnflytjandi heims. Talið er að forskotið verði á ársgrundvelli næsta ár.
Þessi umskipti helgast af tveimur meginþáttum. Annars vegar hefur olíuframleiðsla í Bandaríkjunum stóraukist síðustu misseri og hins vegar hefur eftirsóknin í Kína aukist gríðarlega mikið. Ef fram fer sem horfir munu Bandaríkin verða óháð öðrum löndum um orku árið 2030, að því er segir á vef CNN.
Kína á topp olíuinnflytjenda
