Wiesmann gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2013 13:15 Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess. Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent
Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess.
Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent