Wiesmann gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2013 13:15 Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent