Mustang í 180 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2013 08:45 Flestir nýir bílar hafa farið í mikla megrun frá síðustu gerð þeirra og þrýstingur stjórnvalda um lækkun eyðslu og mengunar eru þar stærsti áhrifaþátturinn. Þrýstingurinn á bandaríska bílaframleiðendur er síst minni en á þá evrópsku. Því vinnur Ford nú að því að minnka þyngd næstu kynslóðar Mustang sportbíla sinna og á það að skila 180 kg léttari bíl, hvorki meira né minna. Núna er Ford Mustang 1.635 kíló, en verður því 1.455 kíló. Mun bíllinn því léttast um 11% og því eðlilegt að áætla að eldsneytisnotkununin og mengun bílsins fari niður um samsvarandi tölu. Léttara smíðaefni verður notað og ál spilar þar stóran þátt, sem og þynnra hástyrktarstál. Helstu samkeppnisbílar Mustang í Bandaríkjunum, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger eru 120 og 200 kílóum þyngri, en búast má við því að þeir fari líka í mikla megrun við næstu kynslóð þeirrra. Þessi næsta kynslóð Mustang, sem verður sú sjötta í röðinni, verður styttri en núverandi bíll og munar þar heilum 38 sentimetrum. Bíllinn verður einnig 16,5 sentimetrum mjórri. Núverandi bíll er 4,8 metrar. Mustang mun hækka í verði um 10% og vonandi verður sú hækkun þess virði. Sjötta kynslóð Mustang verður kynnt til sögunnar á bílasýningunni North American International Auto Show í Detroit í janúar. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent
Flestir nýir bílar hafa farið í mikla megrun frá síðustu gerð þeirra og þrýstingur stjórnvalda um lækkun eyðslu og mengunar eru þar stærsti áhrifaþátturinn. Þrýstingurinn á bandaríska bílaframleiðendur er síst minni en á þá evrópsku. Því vinnur Ford nú að því að minnka þyngd næstu kynslóðar Mustang sportbíla sinna og á það að skila 180 kg léttari bíl, hvorki meira né minna. Núna er Ford Mustang 1.635 kíló, en verður því 1.455 kíló. Mun bíllinn því léttast um 11% og því eðlilegt að áætla að eldsneytisnotkununin og mengun bílsins fari niður um samsvarandi tölu. Léttara smíðaefni verður notað og ál spilar þar stóran þátt, sem og þynnra hástyrktarstál. Helstu samkeppnisbílar Mustang í Bandaríkjunum, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger eru 120 og 200 kílóum þyngri, en búast má við því að þeir fari líka í mikla megrun við næstu kynslóð þeirrra. Þessi næsta kynslóð Mustang, sem verður sú sjötta í röðinni, verður styttri en núverandi bíll og munar þar heilum 38 sentimetrum. Bíllinn verður einnig 16,5 sentimetrum mjórri. Núverandi bíll er 4,8 metrar. Mustang mun hækka í verði um 10% og vonandi verður sú hækkun þess virði. Sjötta kynslóð Mustang verður kynnt til sögunnar á bílasýningunni North American International Auto Show í Detroit í janúar.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent