Flottur kádiljákur Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2013 11:15 Cadillac Elmiraj hagmyndabíllinn Cadillac hefur smíðað óvenju fríðan hugmyndabíl sem ekki er eins kantaður og flestar bílgerðir þeirra í dag. Hann hefur fengið nafnið Elmiraj. Þessi bíll verður sýndur á glæsibílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu sem hefst eftir 2 daga. Bíllinn er með coupe lagi og mjúkar línur leika eftir hliðum hans þó örlítil Cadillac-köntun birtist á afturhluta bílsins. Þessi nýi bíll er enginn smásmíð því hann er 5,25 m langur og 193 cm breiður og vegur 1.815 kíló. Þó eru aðeins tvær hurðir á þessum bíl eins og coupe bíl sæmir, en þær eru sannarlega stórar. Coupe formið lýsir sér einnig í löngu húddi og stuttu skotti, stórri afturrúðu en smáum hliðarrúðum. Vélin hæfir bílnum, 500 hestafla V8 með 4,5 lítra sprengirými sem ætti að duga til að koma bílnum úr sporunum. Í Elmiraj eru 4 sæti því miðjustokkur aðskilur sætin að aftan. Leðursæti bílsins eru að karamellulit og í innréttingunni er innfelldur brasilískur rósaviður sem gefur henni eðalt útlit. Mjúkar línur nema að aftanEkkert sérlega ljótur að innan Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent
Cadillac hefur smíðað óvenju fríðan hugmyndabíl sem ekki er eins kantaður og flestar bílgerðir þeirra í dag. Hann hefur fengið nafnið Elmiraj. Þessi bíll verður sýndur á glæsibílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu sem hefst eftir 2 daga. Bíllinn er með coupe lagi og mjúkar línur leika eftir hliðum hans þó örlítil Cadillac-köntun birtist á afturhluta bílsins. Þessi nýi bíll er enginn smásmíð því hann er 5,25 m langur og 193 cm breiður og vegur 1.815 kíló. Þó eru aðeins tvær hurðir á þessum bíl eins og coupe bíl sæmir, en þær eru sannarlega stórar. Coupe formið lýsir sér einnig í löngu húddi og stuttu skotti, stórri afturrúðu en smáum hliðarrúðum. Vélin hæfir bílnum, 500 hestafla V8 með 4,5 lítra sprengirými sem ætti að duga til að koma bílnum úr sporunum. Í Elmiraj eru 4 sæti því miðjustokkur aðskilur sætin að aftan. Leðursæti bílsins eru að karamellulit og í innréttingunni er innfelldur brasilískur rósaviður sem gefur henni eðalt útlit. Mjúkar línur nema að aftanEkkert sérlega ljótur að innan
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent