Frakkar banna sölu Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 12:30 Mercedes Benz A-Class Í nokkurn tíma hafa frönsk yfirvöld varað Mercedes Benz við því að bann yrði lagt við sölu ákveðinna gerða bíla Mercedes Benz í Frakklandi sem innihalda kælivökva sem ekki fellur að reglum Evrópusambandsins. Þar sem Mercedes Benz hafði unnið úrskurð dómsstóla varðandi málið þá kom það þeim verulega á óvart að frönsk yfirvöld tækju þessa ákvörðun í gær en frönsk yfirvöld standa fastar á því en fótunum að bílum með þessa gerð kælivökva verði ekki seldir í Frakklandi. Bílgerðirnar sem um ræðir eru A-Class, B-Class og CLA-Class og eru þeir með kælivökvann R134a, en ættu að vera með R1234yf, til að teljast löglegir og umhverfisvænir. Mercedes Benz telur að ákvörðun franskra stjórnvalda sé helst til þess fallin að hamla sölu þýskra bíla í Frakklandi svo selja megi fleiri bíla frá eigin framleiðendum. Bílarnir þrír, með ólöglega kælivökvann er helsta söluvara Mercedes Benz í Frakklandi og nú þegar hefur verið komið í veg fyrir að 4.500 slíkir bílar væru skráðir þar, en 2.700 þeirra eru þegar seldir. Um það munar og sér ekki fyrir endann á þessari deilu. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent
Í nokkurn tíma hafa frönsk yfirvöld varað Mercedes Benz við því að bann yrði lagt við sölu ákveðinna gerða bíla Mercedes Benz í Frakklandi sem innihalda kælivökva sem ekki fellur að reglum Evrópusambandsins. Þar sem Mercedes Benz hafði unnið úrskurð dómsstóla varðandi málið þá kom það þeim verulega á óvart að frönsk yfirvöld tækju þessa ákvörðun í gær en frönsk yfirvöld standa fastar á því en fótunum að bílum með þessa gerð kælivökva verði ekki seldir í Frakklandi. Bílgerðirnar sem um ræðir eru A-Class, B-Class og CLA-Class og eru þeir með kælivökvann R134a, en ættu að vera með R1234yf, til að teljast löglegir og umhverfisvænir. Mercedes Benz telur að ákvörðun franskra stjórnvalda sé helst til þess fallin að hamla sölu þýskra bíla í Frakklandi svo selja megi fleiri bíla frá eigin framleiðendum. Bílarnir þrír, með ólöglega kælivökvann er helsta söluvara Mercedes Benz í Frakklandi og nú þegar hefur verið komið í veg fyrir að 4.500 slíkir bílar væru skráðir þar, en 2.700 þeirra eru þegar seldir. Um það munar og sér ekki fyrir endann á þessari deilu.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent