Ein milljón Hyundai Santa Fe Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2013 08:45 Ný kynslóð Hyundai Santa Fe Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu. Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður
Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu.
Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður