Vilja banna hefðbundna bíla árið 2040 Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 13:05 Hætt yrði við breyttri sýn á breskum þjóðvegum gangi tillögurnar eftir. Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hafa sett fram frumvarp þess efnis að hefðbundnir bílar sem brenna bensíni og dísilolíu verði bannað að aka á breskum vegum frá og með árinu 2040. Er þessi tillaga liður í draumsýninni „Zero Carbon Country“, en í henni felst að í Bretlandi verði koldíoxíðmengun svo til engin í landinu. Í áformum flokksins yrði þó áfram leyfilegt að nota bíla með ofurlítilli koldísoxíðmengun, lítið mengandi tvinnbílum og rafmagnsbílum. Flutningabílar mættu þó áfram brenna bensíni eða dísilolíu. Langur vegur er frá því að þessar tillögur geti orðið að lögum og er hún aðallega sett fram til samþykktar innan flokksins sjálfs og til þess gerð að kjósendur viti fyrir hvað flokkurinn stendur. Kosið verður um þessa tillögu á flokksþingi Frjálsra demókrata í Bretlandi sem haldið verður fljótlega í Glasgow. Hætt er við því að þessi tillaga flokksins verði heilmikið aðhlátursefni annarra flokka í landinu.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent