Barnasprengjukynslóðin kaupir bíla en börn þeirra síður Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 08:45 Nýir bílar bíða nýrra kaupenda. Rannsókn á vegum Michigan háskóla leiðir í ljós að kynslóðin sem kennd hefur verið við barnasprengjutímann og fædd er á árunum 1946 til 1964 ber upp kaup á nýjum bílum í Bandaríkjunum. Það var fólk á aldrinum 55-64 ára sem var langlíklegast til að kaupa nýjan bíla árin 2011 og 2012. Það er liðin tíð að yngra fólk þar vestra dreymi um bíla og bíði í ofvæni eftir bílprófinu. Sumir taka það einfaldlega ekki og árið 2011 voru 79% með bílpróf, en það hlutfall var 92% árið 1983. Ef skoðaður er aðeins aldurinn 60-64 sér, eru 93% með bílpróf. Ekki eru mörg ár liðin síðan fólk á aldrinum 35-44 voru bestu kúnnar bílaumboðanna, en það er liðin tíð. Það var ekki bara efnahagslægðin árið 2008 sem hefur breytt landslaginu, en strax árið 2004 fór eknum kílómetrum í Bandaríkjunum að fækka og á breytt lífsmynstur yngri kynslóðarinnar þar stærstan hlut að máli. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent
Rannsókn á vegum Michigan háskóla leiðir í ljós að kynslóðin sem kennd hefur verið við barnasprengjutímann og fædd er á árunum 1946 til 1964 ber upp kaup á nýjum bílum í Bandaríkjunum. Það var fólk á aldrinum 55-64 ára sem var langlíklegast til að kaupa nýjan bíla árin 2011 og 2012. Það er liðin tíð að yngra fólk þar vestra dreymi um bíla og bíði í ofvæni eftir bílprófinu. Sumir taka það einfaldlega ekki og árið 2011 voru 79% með bílpróf, en það hlutfall var 92% árið 1983. Ef skoðaður er aðeins aldurinn 60-64 sér, eru 93% með bílpróf. Ekki eru mörg ár liðin síðan fólk á aldrinum 35-44 voru bestu kúnnar bílaumboðanna, en það er liðin tíð. Það var ekki bara efnahagslægðin árið 2008 sem hefur breytt landslaginu, en strax árið 2004 fór eknum kílómetrum í Bandaríkjunum að fækka og á breytt lífsmynstur yngri kynslóðarinnar þar stærstan hlut að máli.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent