Tesla kemur aftur á óvart með hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 11:58 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent