Haglél skemmdi þúsundir Volkswagen bíla Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2013 11:15 Haglélin voru ekki af minni gerðinni Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden. Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent
Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden.
Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent