Sleppa ótrúlega úr aurskriðu Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 10:30 Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum. Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent
Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum.
Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent