Benz vinsælastur hjá bílþjófum vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 10:45 Mercedes Benz C-Class Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent
Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent