Sprengdu bíl í steggjapartýi Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 10:08 Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður
Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður