Audi selur 1,5 milljón bíla 2 árum á undan áætlun Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 14:45 Audi A6 Allroad Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent
Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent