Sviku út 37 milljarða króna Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2013 08:49 Tölvuþrjótarnir voru kræfir og eru meðal annars taldir hafa brotist inn á tölvukerfi Nasdaq. Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fimm tölvuþrjótar hafi verið ákærðir í stærsta mál sinnar tegundar. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið út allt að 37 milljarða króna með svindli og þjófnaði á kreditkortanúmerum. Tveir mannanna eru nú þegar í haldi en hinna er leitað. Þeir eru meðal annars taldir hafa brotist inn í tölvukerfi Nasdaq, þó svo útsmognir séu þeir að ekki finnast mikil ummerki eftir ferðir þeirra um tölvukerfin. Önnur fyrirtæki sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru Visa, J.C. Penney, JetBlue Airways and franski smásalinn Carrefour. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir þessum tölvuþrjótum í mörg ár en saksóknarar segja að meta má tjónið af völdum hópsins uppá 37 milljarða króna. Hópurinn er frá Rússlandi og Úkraínu en í sameiningu stálu þeir yfir 160 milljón launanúmerum og er þar stærsti skaðinn. Yfirvöld í New Jersey segir að hver og einn um sig hafi haft afmarkað verksvið. Rússinn Vladimir Drinkmann, 32 ára gamall og Aklexandr Kalinin, 26 ára, brutust inn í tölvukerfin meðan Roman Kotov, 32 ára, sá þeim fyrir nauðsynlegum upplýsingum. Þeir földu slóð sína með því að nota nafnlausan server sem Mikail Rytikov, 26 ára frá Úkraínu, lagði til. Rússinn Dmitriy Silianets, 29 ára, er sakaður um að hafa stolið tölvutækum upplýsingum og sá hann jafnframt um að dreifa gróðanum. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fimm tölvuþrjótar hafi verið ákærðir í stærsta mál sinnar tegundar. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið út allt að 37 milljarða króna með svindli og þjófnaði á kreditkortanúmerum. Tveir mannanna eru nú þegar í haldi en hinna er leitað. Þeir eru meðal annars taldir hafa brotist inn í tölvukerfi Nasdaq, þó svo útsmognir séu þeir að ekki finnast mikil ummerki eftir ferðir þeirra um tölvukerfin. Önnur fyrirtæki sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru Visa, J.C. Penney, JetBlue Airways and franski smásalinn Carrefour. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir þessum tölvuþrjótum í mörg ár en saksóknarar segja að meta má tjónið af völdum hópsins uppá 37 milljarða króna. Hópurinn er frá Rússlandi og Úkraínu en í sameiningu stálu þeir yfir 160 milljón launanúmerum og er þar stærsti skaðinn. Yfirvöld í New Jersey segir að hver og einn um sig hafi haft afmarkað verksvið. Rússinn Vladimir Drinkmann, 32 ára gamall og Aklexandr Kalinin, 26 ára, brutust inn í tölvukerfin meðan Roman Kotov, 32 ára, sá þeim fyrir nauðsynlegum upplýsingum. Þeir földu slóð sína með því að nota nafnlausan server sem Mikail Rytikov, 26 ára frá Úkraínu, lagði til. Rússinn Dmitriy Silianets, 29 ára, er sakaður um að hafa stolið tölvutækum upplýsingum og sá hann jafnframt um að dreifa gróðanum.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira