Bíllinn sem drap skoska bílaframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2013 11:43 Hillman Imp átti að vera stolt skoskrar bílaframleiðslu, en reyndist banabiti Rootes bílaframleiðandanum, sem framleiddi Hillman bílana var vandi á höndum fyrir um fimmtíu árum síðan. Það framleiddi of stóra bíla og olíukreppa í kjölfar Suez deilunnar kallaði á framleiðslu smárra og sparneytinna bíla og því varð fyrirtækið að bregðast við. Vandinn var þó ekki síst fólginn í því að Austin hafði kynnt Mini bíl sinn fjórum árum áður og hafði hann náð gríðarmiklum vinsældum. Svo mikið lá Rootes á að fyrirtækið setti í framleiðslu bíl sem á engan hátt var tilbúinn og marga vankanta átti eftir að sníða af. Bíll þessi fékk nafnið Hillman Imp, eða dvergurinn. Imp átti bæði að vera hraðskreiðari og rúmbetri en Mini og búinn ýmsum tækninýjungum umfram keppinautinn. Bíllinn var með álvél sem staðsett var aftan í bílnum, hann var með sjálfvirkt innsog, niðurfellanleg aftursæti og opnanlegan afturglugga til hægðarauka við flutning farangurs. Bíllinn var framleiddur í Linwood í Skotlandi, smábæ 15 kílómetrum vestan við Glasgow. Hann var settur saman í 5.000 manna verksmiðju sem breyta átti atvinnuástandi á svæðinu, en atvinnuleysi sökum samdráttar í skipasmíði og kolagreftri. Á örfáum árum fór íbúafjöldi Linwood úr 2.500 í 15.000 íbúa og allt virtist í blóma. Falinn vandi var þó handan við hornið. Bíllinn sem framleiddur var í verksmiðjunni var alls ekki fullreyndur og bilanir hans tíðar. Að auki voru framleiðsluvandamál verksmiðjunnar mýmörg og birgjar hennar ótryggir. Framleiðslustopp voru tíð og verksmiðjan afkastaði ekki nema um þriðjung þeirrar framleiðslu sem áætluð var. Bara á árinu 1964 urðu 31 framleiðslustopp í Linwood og ekki hjálpaði til að flestir af starfsmönnum verksmiðjunnar höfðu enga reynslu af smíði bíla og komu flestir úr skipasmíði eða kolagreftri og því reyndist erfitt að vinna úr þeim vandamálum sem sköpuðust. Þegar sem flestir starfsmenn voru að störfum í Linwood, þ.e. 9.000 talsins var Hillman Imp bíllinn farinn að fá á sig slæmt orð fyrir bilanagirni og vinsældum hans fór verulega hrakandi. Árið 1967 keypti Chrysler verksmiðjuna í Linwood og hóf brátt framleiðslu fleiri og stærri bílgerða þar, svo sem Hillman Hunter og Hillman Avenger. Hillman Imp var engu að síður framleiddur til ársins 1976 og seldist alls í 440.000 eintökum. Árið 1978 keypti Peugeot-Citroën verksmiðjuna, en lagði hana af þremur árum seinna og flutti framleiðslu sína í Bretlandi til Coventry. Þar með má segja að skosk bílaframleiðsla hafi lagst af, en Skotland var áður mekka breskrar bílaframleiðslu og allt að 70 sjálfstæðir bílaframleiðendur smíðuðu bíla þar kringum þarsíðustu aldamót og fram eftir 20. öldinni. Má þar nefna framleiðendur eins og Argyll, Arrol Johnson og Albion. Bílar þeirra voru handsmíðaðir gæðabílar. Árið 1950 voru hinsvegar 90% breskra bíla fjöldaframleiddir og aðeins 5 framleiðendur eftir, Rootes, BMC, Ford, Standard-Triumph og Vauxhall.Hillman Imp er nú söfnunargripur Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent
Rootes bílaframleiðandanum, sem framleiddi Hillman bílana var vandi á höndum fyrir um fimmtíu árum síðan. Það framleiddi of stóra bíla og olíukreppa í kjölfar Suez deilunnar kallaði á framleiðslu smárra og sparneytinna bíla og því varð fyrirtækið að bregðast við. Vandinn var þó ekki síst fólginn í því að Austin hafði kynnt Mini bíl sinn fjórum árum áður og hafði hann náð gríðarmiklum vinsældum. Svo mikið lá Rootes á að fyrirtækið setti í framleiðslu bíl sem á engan hátt var tilbúinn og marga vankanta átti eftir að sníða af. Bíll þessi fékk nafnið Hillman Imp, eða dvergurinn. Imp átti bæði að vera hraðskreiðari og rúmbetri en Mini og búinn ýmsum tækninýjungum umfram keppinautinn. Bíllinn var með álvél sem staðsett var aftan í bílnum, hann var með sjálfvirkt innsog, niðurfellanleg aftursæti og opnanlegan afturglugga til hægðarauka við flutning farangurs. Bíllinn var framleiddur í Linwood í Skotlandi, smábæ 15 kílómetrum vestan við Glasgow. Hann var settur saman í 5.000 manna verksmiðju sem breyta átti atvinnuástandi á svæðinu, en atvinnuleysi sökum samdráttar í skipasmíði og kolagreftri. Á örfáum árum fór íbúafjöldi Linwood úr 2.500 í 15.000 íbúa og allt virtist í blóma. Falinn vandi var þó handan við hornið. Bíllinn sem framleiddur var í verksmiðjunni var alls ekki fullreyndur og bilanir hans tíðar. Að auki voru framleiðsluvandamál verksmiðjunnar mýmörg og birgjar hennar ótryggir. Framleiðslustopp voru tíð og verksmiðjan afkastaði ekki nema um þriðjung þeirrar framleiðslu sem áætluð var. Bara á árinu 1964 urðu 31 framleiðslustopp í Linwood og ekki hjálpaði til að flestir af starfsmönnum verksmiðjunnar höfðu enga reynslu af smíði bíla og komu flestir úr skipasmíði eða kolagreftri og því reyndist erfitt að vinna úr þeim vandamálum sem sköpuðust. Þegar sem flestir starfsmenn voru að störfum í Linwood, þ.e. 9.000 talsins var Hillman Imp bíllinn farinn að fá á sig slæmt orð fyrir bilanagirni og vinsældum hans fór verulega hrakandi. Árið 1967 keypti Chrysler verksmiðjuna í Linwood og hóf brátt framleiðslu fleiri og stærri bílgerða þar, svo sem Hillman Hunter og Hillman Avenger. Hillman Imp var engu að síður framleiddur til ársins 1976 og seldist alls í 440.000 eintökum. Árið 1978 keypti Peugeot-Citroën verksmiðjuna, en lagði hana af þremur árum seinna og flutti framleiðslu sína í Bretlandi til Coventry. Þar með má segja að skosk bílaframleiðsla hafi lagst af, en Skotland var áður mekka breskrar bílaframleiðslu og allt að 70 sjálfstæðir bílaframleiðendur smíðuðu bíla þar kringum þarsíðustu aldamót og fram eftir 20. öldinni. Má þar nefna framleiðendur eins og Argyll, Arrol Johnson og Albion. Bílar þeirra voru handsmíðaðir gæðabílar. Árið 1950 voru hinsvegar 90% breskra bíla fjöldaframleiddir og aðeins 5 framleiðendur eftir, Rootes, BMC, Ford, Standard-Triumph og Vauxhall.Hillman Imp er nú söfnunargripur
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent