GM selur fleiri bíla í Kína en Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2013 12:30 Frá sýningarsal GM í Kína Það hefur loksins gerst sem margir biðu eftir, General Motors í Bandaríkjunum selur nú fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims en í heimalandinu. Munaði það heilum 200.000 bílum á fyrri helmingi þessa árs, en í Kína seldust 1,6 milljónir bíla en 1,4 í Bandaríkjunum. Sala GM jókst um 10,6% í Kína á fyrri helmingi ársins sem getur þó ekki talist mikil aukning í samanburði við þá aukningu í sölu sem Ford náði þar, eða 47%. General Motors hefur áætlanir um það að selja meira en 5 milljónir bíla í Kína við enda áratugarins. Ef það gengur eftir verður Kínamarkaður orðinn næstum helmingi stærri en heimamarkaðurinn í Bandaríkjunum. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent
Það hefur loksins gerst sem margir biðu eftir, General Motors í Bandaríkjunum selur nú fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims en í heimalandinu. Munaði það heilum 200.000 bílum á fyrri helmingi þessa árs, en í Kína seldust 1,6 milljónir bíla en 1,4 í Bandaríkjunum. Sala GM jókst um 10,6% í Kína á fyrri helmingi ársins sem getur þó ekki talist mikil aukning í samanburði við þá aukningu í sölu sem Ford náði þar, eða 47%. General Motors hefur áætlanir um það að selja meira en 5 milljónir bíla í Kína við enda áratugarins. Ef það gengur eftir verður Kínamarkaður orðinn næstum helmingi stærri en heimamarkaðurinn í Bandaríkjunum.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent