Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn fyrir Norrköping sem gerði 2-2 jafntefli við Gefle á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Simon Lundevall kom Gefle yfir á 24. mínútu en Imad Khalili jafnaði metin á 35. mínútu og var staðan jöfn í hálfleik, 1-1.
Alexander Faltsetas kom Gefla aftur yfir á 72. mínútu en Lars Christian Krogh Gerson jafnaði metin á síðustu mínútu leiksins og tryggði Norrköping stig.
Norrköping stendur í stað í 10. sæti deildarinnar, nú með 19 stig. Gefle er tveimur sætum neðar með 14 stig.

