AIK lyfti sér upp í annað sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með því að skella botnliðinu Syrianska 2-1 á útivelli í dag. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn að vanda fyrir AIK.
Nígeríumaðurinn Kennedy Igboananike skoraði bæði mörk AIK. Fyrra markið skoraði hann á 15. mínútu og hið síðara á fimmtu mínútu seinni hálfleiks.
AIK missti mann af velli þegar Alexander Milosevic fékk að líta rauða spjaldið þegar nítján mínútur voru eftir af leiknum. Syrianska náði að nýta sér liðsmuninn þegar Dinko Felic minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok en AIK fangaði að lokum sjötta sigrinum í átta taplausum leikjum í röð.
AIK í annað sætið með sigri á botnliðinu
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn




