Datsun Go á 850.000 kr. Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2013 10:15 Í vikunni sýndi Nissan sína nýjustu afurð, hræódýran Datsun bíl sem fengið hefur nafnið Go. Með því hefur Nissan endurvakið þetta merki sem var Íslendingum að góðu þekkt á árum áður. Nissan-Renault samstæðan hefur náð feykigóðum árangri með Dacia undirmerki sitt í Rúmeníu, en Dacia framleiðir einmitt ódýra bíla fyrir A-Evrópumarkað og selur reyndar að auki ágætlega í vestari hluta álfunnar. Því kemur það kannski ekki svo mjög á óvart að fyrirtækið velji það að markaðssetja ódýra bíla á fleiri mörkuðum. Datsun Go er helst ætlaður Indverjum og var kynntur í New Delhi. Datsun Go er 5 dyra smábíll með 1,2 lítra vél og 5 gíra beinskiptingu og kostar aðeins 7.000 dollara, eða um 850.000 krónur. Nissan-Renault ætlar þennan ódýra bíl einnig á markað í Rússlandi, Indónesíu og Suður Afríku. Ódýrasti bíll sem fá má í Bandaríkjunum nú, Nissan Versa, kostar 12.780 dollara, eða 1.560.000 krónur og því væri Datsun Go næstum helmingi ódýrari yrði hann seldur þar. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent
Í vikunni sýndi Nissan sína nýjustu afurð, hræódýran Datsun bíl sem fengið hefur nafnið Go. Með því hefur Nissan endurvakið þetta merki sem var Íslendingum að góðu þekkt á árum áður. Nissan-Renault samstæðan hefur náð feykigóðum árangri með Dacia undirmerki sitt í Rúmeníu, en Dacia framleiðir einmitt ódýra bíla fyrir A-Evrópumarkað og selur reyndar að auki ágætlega í vestari hluta álfunnar. Því kemur það kannski ekki svo mjög á óvart að fyrirtækið velji það að markaðssetja ódýra bíla á fleiri mörkuðum. Datsun Go er helst ætlaður Indverjum og var kynntur í New Delhi. Datsun Go er 5 dyra smábíll með 1,2 lítra vél og 5 gíra beinskiptingu og kostar aðeins 7.000 dollara, eða um 850.000 krónur. Nissan-Renault ætlar þennan ódýra bíl einnig á markað í Rússlandi, Indónesíu og Suður Afríku. Ódýrasti bíll sem fá má í Bandaríkjunum nú, Nissan Versa, kostar 12.780 dollara, eða 1.560.000 krónur og því væri Datsun Go næstum helmingi ódýrari yrði hann seldur þar.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent