Ók inní hóp áhorfenda Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2013 11:30 Ökumaðurinn búinn að missa tök á bílnum Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent
Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent