Landsliðsmaðurinn frá Akranesi, Arnór Smárason, er búinn að finna sér nýtt félag en hann samdi í dag við sænska úrvalsdeildarfélagið Helsingborg.
Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en hann kemur til liðsins frá Esbjerg í Danmörku.
Þar hafði hinn 24 ára gamli Arnór leikið síðan árið 2010. Þar á undan var Arnór í herbúðum hollenska félagsins Heerenveen.
Helsingborg er eitt besta lið Svíþjóðar og situr sem stendur í öðru sæti sænsku deildarinnar.
Arnór búinn að semja við Helsingborg

Mest lesið



Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn
