Ný tækni Ford til smíði frumgerða bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2013 08:45 Nútíma bílaverksmiðjur geta pumpað út bílum á nokkrum klukkutímum, en þegar kemur að því að smíða frumgerð bíls tekur það margar vikur að forma yfirbyggingu þeirra og hver partur tekur ógnartíma og mikið vinnuafl. Nú hefur Ford fundið leið til að minnka þennan tíma niður í fáeina klukkustundir með nýrri tækni. Þessi tækni byggir á einskonar þrívíddarprentara, en ólíkt öðrum þrívíddarprenturum prentar hann ekki úr plasti, heldur stáli. Þrívíddarteikningar hönnuðanna eru sendar í prentarann og róbótar taka síðan til við að forma stálið nákvæmlega eftir teikningunum. Það fer nokkuð eftir flækjustigi hvers hlutar sem formaður er hversu langan tíma þetta tekur, en telur aðeins í klukkustundum. Þessi aðferð mun bæði spara Ford margar vinnustundirnar sem og flýta mjög útkomu nýrra bílgerða. Einnig má nota þessa tækni við framleiðslu einstakra bíla sem ekki eru ætlaðir í fjöldaframleiðslu. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent
Nútíma bílaverksmiðjur geta pumpað út bílum á nokkrum klukkutímum, en þegar kemur að því að smíða frumgerð bíls tekur það margar vikur að forma yfirbyggingu þeirra og hver partur tekur ógnartíma og mikið vinnuafl. Nú hefur Ford fundið leið til að minnka þennan tíma niður í fáeina klukkustundir með nýrri tækni. Þessi tækni byggir á einskonar þrívíddarprentara, en ólíkt öðrum þrívíddarprenturum prentar hann ekki úr plasti, heldur stáli. Þrívíddarteikningar hönnuðanna eru sendar í prentarann og róbótar taka síðan til við að forma stálið nákvæmlega eftir teikningunum. Það fer nokkuð eftir flækjustigi hvers hlutar sem formaður er hversu langan tíma þetta tekur, en telur aðeins í klukkustundum. Þessi aðferð mun bæði spara Ford margar vinnustundirnar sem og flýta mjög útkomu nýrra bílgerða. Einnig má nota þessa tækni við framleiðslu einstakra bíla sem ekki eru ætlaðir í fjöldaframleiðslu.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent