Sex ára drengur á þaki fjölskyldubílsins í 5 km Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 09:15 Frá þjóðvegi í Alaska Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent
Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent