Framtíðin í gipsum kynnt til sögunnar Jóhannes Stefánsson skrifar 5. júlí 2013 22:55 Evill vonast til að gipsið leysi helstu vandamál þess sem fyrir er. JAKE EVILL/WIRED Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira