Upplýsingar á framrúðu aukast Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2013 12:12 Head-up display tækni í BMW bíl Bílum þar sem upplýsingum frá mælum er varpað uppá framrúðu bílsins fer sífjölgandi. Á síðasta ári voru samt aðeins 2% nýrra seldra bíla með þessari tækni, en því er spáð að þeir verði orðnir 9% seldra bíla árið 2020. Þessi tækni sem nefnd er Head-up display á ensku þykir góð öryggisviðbót í bílum þar sem hún gerir ökumönnum kleift að taka ekki augun að veginum því allar mikilvægustu upplýsingarnar birtast á framrúðunni. Það er ekki mjög flókin tækni sem býr að baki þar sem ljósi frá myndvarpa í mælaborðinu er lýst uppá rúðuna. Þar birtast helst upplýsingar eins og hraði, snúningshraði vélar, upplýsinga úr leiðsögukerfi og viðvaranir af ýmsu tagi. Einn hængur er á notkun þessarar tækni, ef ökumenn eru með Polaroid sólgleraugu sjá þeir vart það sem birtist. Helsta ástæða þess að þessi ágæti búnaður er ekki í flestum bílum ennþá er fólginn í verðinu, en hann kostar um 1.000 dollara, eða 125.000 krónur. Það á þó eftir að lækka, eins og á við flestar aðrar tækninýjungar og fyrir vikið verða algengari. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent
Bílum þar sem upplýsingum frá mælum er varpað uppá framrúðu bílsins fer sífjölgandi. Á síðasta ári voru samt aðeins 2% nýrra seldra bíla með þessari tækni, en því er spáð að þeir verði orðnir 9% seldra bíla árið 2020. Þessi tækni sem nefnd er Head-up display á ensku þykir góð öryggisviðbót í bílum þar sem hún gerir ökumönnum kleift að taka ekki augun að veginum því allar mikilvægustu upplýsingarnar birtast á framrúðunni. Það er ekki mjög flókin tækni sem býr að baki þar sem ljósi frá myndvarpa í mælaborðinu er lýst uppá rúðuna. Þar birtast helst upplýsingar eins og hraði, snúningshraði vélar, upplýsinga úr leiðsögukerfi og viðvaranir af ýmsu tagi. Einn hængur er á notkun þessarar tækni, ef ökumenn eru með Polaroid sólgleraugu sjá þeir vart það sem birtist. Helsta ástæða þess að þessi ágæti búnaður er ekki í flestum bílum ennþá er fólginn í verðinu, en hann kostar um 1.000 dollara, eða 125.000 krónur. Það á þó eftir að lækka, eins og á við flestar aðrar tækninýjungar og fyrir vikið verða algengari.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent