Volkswagen í Danmörku kaupir hlut í HEKLU hf Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2013 13:01 Kim Skovgaard Rasmussen, stjórnarformaður HEKLU hf, Friðbert Friðbertsson, forstjóri og Ulrik Schönemann, framkvæmdastjóri Volkswagen í Danmörku. Danska hlutafélagið Semler, sem á og rekur umboð fyrir Volkswagen bifreiðar í Danmörku (Volkswagen, Audi, Porsche, SEAT og Skoda) hefur keypt helmingshlut í HEKLU hf. Eftir kaupin eru tveir hluthafar í félaginu. Semler samsteypan með 50% hlut og félagið Riftún ehf sem er í eigu Friðberts Friðbertssonar, forstjóra HEKLU hf sem einnig er með 50% hlut. Friðbert Friðbertsson hafði milligöngu um kaup Semler á hlutnum, eftir að hann hafði eignast allt hlutafé í HEKLU hf. Lögfræðstofan Landslög og Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka voru ráðgefandi í ferlinu og viðskiptunum sjálfum. Ný stjórn HEKLU hf var kjörin á hluthafafundi félagsins og hana skipa; Kim Skovgaard Rasmussen sem jafnframt er stjórnarformaður. Meðstjórnendur eru Jóhannes Bjarni Björnsson, Jón Eiríksson og Jens Bjerrisgaard. „Þetta er mjög stór áfangi í sögu HEKLU, segir Friðbert. Við erum komin með afar reynslumikið og öflugt félag til liðs við okkur. HEKLA hefur verið söluhæsta bifreiðaumboðið á Íslandi síðustu ár og við finnum mikinn áhuga á okkar vörum. Þetta sáu dönsku félagar okkar og sjá spennandi markað hér á Íslandi. Það er ekki á hverjum degi sem erlend fjárfesting skilar sér til Íslands og við erum stolt af því að þetta hafi gengið í gegn.“ Kim Skovgaard Rasmussen er forstjóri Skandinavisk Motor Co. sem er innflutningsaðili á bifreiðum fyrir Semler samsteypuna. Hann er einnig nýkjörinn stjórnarformaður HEKLU hf. „Við erum að fjárfesta í góðu fyrirtæki", segir Kim. "Við þekkjum þennan markað mjög vel og höfum farið í samstarf af þessu tagi áður í öðrum löndum. Við höfum trú á íslenska markaðnum og Friðberti sem leiðtoga í öflugu teymi starfsmanna HEKLU. Okkar markmið er að tryggja sterka stöðu HEKLU á markaðnum. Við teljum allar forsendur vera til staðar, þannig að HEKLA geti áfram verið leiðandi afl á íslenska bifreiðamarkaðnum“. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent
Danska hlutafélagið Semler, sem á og rekur umboð fyrir Volkswagen bifreiðar í Danmörku (Volkswagen, Audi, Porsche, SEAT og Skoda) hefur keypt helmingshlut í HEKLU hf. Eftir kaupin eru tveir hluthafar í félaginu. Semler samsteypan með 50% hlut og félagið Riftún ehf sem er í eigu Friðberts Friðbertssonar, forstjóra HEKLU hf sem einnig er með 50% hlut. Friðbert Friðbertsson hafði milligöngu um kaup Semler á hlutnum, eftir að hann hafði eignast allt hlutafé í HEKLU hf. Lögfræðstofan Landslög og Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka voru ráðgefandi í ferlinu og viðskiptunum sjálfum. Ný stjórn HEKLU hf var kjörin á hluthafafundi félagsins og hana skipa; Kim Skovgaard Rasmussen sem jafnframt er stjórnarformaður. Meðstjórnendur eru Jóhannes Bjarni Björnsson, Jón Eiríksson og Jens Bjerrisgaard. „Þetta er mjög stór áfangi í sögu HEKLU, segir Friðbert. Við erum komin með afar reynslumikið og öflugt félag til liðs við okkur. HEKLA hefur verið söluhæsta bifreiðaumboðið á Íslandi síðustu ár og við finnum mikinn áhuga á okkar vörum. Þetta sáu dönsku félagar okkar og sjá spennandi markað hér á Íslandi. Það er ekki á hverjum degi sem erlend fjárfesting skilar sér til Íslands og við erum stolt af því að þetta hafi gengið í gegn.“ Kim Skovgaard Rasmussen er forstjóri Skandinavisk Motor Co. sem er innflutningsaðili á bifreiðum fyrir Semler samsteypuna. Hann er einnig nýkjörinn stjórnarformaður HEKLU hf. „Við erum að fjárfesta í góðu fyrirtæki", segir Kim. "Við þekkjum þennan markað mjög vel og höfum farið í samstarf af þessu tagi áður í öðrum löndum. Við höfum trú á íslenska markaðnum og Friðberti sem leiðtoga í öflugu teymi starfsmanna HEKLU. Okkar markmið er að tryggja sterka stöðu HEKLU á markaðnum. Við teljum allar forsendur vera til staðar, þannig að HEKLA geti áfram verið leiðandi afl á íslenska bifreiðamarkaðnum“.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent