Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason er á leið í raðir danska félagsins OB Odense.
Sænski miðillinn SportExpressen greinir frá þessu og hefur eftir heimildum sínum að Ari Freyr hafi þegar samið við danska félagið.
Ari Freyr hefur viljað yfirgefa Sundsvall í lengri tíma en samningur hans við sænska félagið rennur út um áramót. Samningur Ara Freys við OB tekur gildi 1. janúar en miðjumaðurinn vonast eftir því að vera keyptur til danska liðsins í sumar.
Verði Ari Freyr ekki seldur fer hann á frjálsri sölu til OB um áramótin. Auk Ara Freys leikur Jón Guðni Fjóluson með Sundsvall.
Ari Freyr á leið til OB
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn


