Nýr lítill Lexus jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2013 11:53 Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent
Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent