Ný Top Gear þáttaröð að hefjast Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2013 09:46 Þeir eru búnir að vera lengi að þríeykið í BBC bílaþáttunum Top Gear, en tuttuguasta þáttaröð þeirra hefst nú á sunnudaginn í Bretlandi og vonandi er stutt í sýningu þeirra hér á landi. Þó að reynt sé ávallt að halda efni þáttanna leyndum sem kostur er lekur alltaf eitthvað út, sérstaklega þegar senurnar eru eins stórar og á eins áberandi stað og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Þar er verið að mynda stærstu einstöku senu sem mynduð hefur verið í þáttunum að sögn Jeremy Clarkson, eins þáttastjórnenda. Á því sést vafalaust megnið af breskri bílaframleiðslu gegnum alla bílasöguna og þeim er lagt á heimreiðinni að Buckingham höll. Áberandi eru Rolls Royce, Bentley, McLaren og Aston Martin bílar, stolt þeirra Breta. Þarna sjást líka Formúlu 1 bílar sem smíðaðir eru í Bretlandi, en megnið af þeim eru það víst. Mini bílar sjást einnig, smáir blæjubílar af ýmsum gerðum, herbílar, sláttuvélar, húsbílar, rútur, vinnuvélar og fleira skrítilegt. Engu að síður eru sportbílar þeirra Breta senuþjófarnir. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Þeir eru búnir að vera lengi að þríeykið í BBC bílaþáttunum Top Gear, en tuttuguasta þáttaröð þeirra hefst nú á sunnudaginn í Bretlandi og vonandi er stutt í sýningu þeirra hér á landi. Þó að reynt sé ávallt að halda efni þáttanna leyndum sem kostur er lekur alltaf eitthvað út, sérstaklega þegar senurnar eru eins stórar og á eins áberandi stað og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Þar er verið að mynda stærstu einstöku senu sem mynduð hefur verið í þáttunum að sögn Jeremy Clarkson, eins þáttastjórnenda. Á því sést vafalaust megnið af breskri bílaframleiðslu gegnum alla bílasöguna og þeim er lagt á heimreiðinni að Buckingham höll. Áberandi eru Rolls Royce, Bentley, McLaren og Aston Martin bílar, stolt þeirra Breta. Þarna sjást líka Formúlu 1 bílar sem smíðaðir eru í Bretlandi, en megnið af þeim eru það víst. Mini bílar sjást einnig, smáir blæjubílar af ýmsum gerðum, herbílar, sláttuvélar, húsbílar, rútur, vinnuvélar og fleira skrítilegt. Engu að síður eru sportbílar þeirra Breta senuþjófarnir.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent