VW Passat slær sparakstursmet Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2013 10:28 Wayne Gerdes, væntanlega þreyttur eftir aksturinn Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent
Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent