Það er ekki ónýtt að geta farið á þessum bíl um óbyggðirnar í svo miklum lúxus að vart má finna hliðstæðu í Bugatti eða Jaguar bílum. Drekka má ískalt kampavínið uppúr kælunum sem finna má í bílnum og sæta lagi á milli hola til að væta kverkarnar.
Einnig má horfa á góða bíómynd á leið upp fjöllin eða þvælast á netinu sitjandi í hvítu stöguðu leðrinu sem prýðir sætin. Ekki fylgir sögunni hversu mikið svona yfirhalning á Defender kostar, en það getur ekki verið ódýrt. Bíllinn er hinsvegar algerlega óbreyttur að utan.
