Tvöföld óheppni Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2013 11:15 Allt á floti í málningu inni í bílnum og bilstjórinn líka Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður
Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður