Birkir Már Sævarsson skoraði eitt marka Brann í 6-1 stórsigri á Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Birkir spilaði allan leikinn í liði Brann, sem og Steinþór Freyr Þorsteinsson hjá Sandnes Ulf.
Brann er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig og fimm stigum á eftir toppliði Strömsgodset sem á leik til góða. Sandnes Ulf er í neðsta sæti með tíu stig.
Þá vann Molde 3-1 sigur á Sarpsborg 08. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Sarpsborg en fór meiddur af velli á 31. mínútu. Ásgeir Börkur Ásgeirsson kom inn á í hans stað.
Þórarinn Ingi Valdimarsson lék allan leikinn í liði Sarpsborg sem er í níunda sæti deildarinnar. Molde er kmoioð upp í ellefta sæti eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Birkir skoraði í stórsigri
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti