Danski skatturinn krefur Novo Nordisk um 117 milljarða 10. júní 2013 07:43 Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Mál þetta er stærsta skattamál í sögu Danmerkur en fjallað var um það í heimildarþætti á DR1 um helgina. Forsaga málsins er sú að árið 2002 flutti Novo Nordisk dótturfélag sitt í skattaskjól í Sviss. Félag þetta heldur utan um einkaleyfi Novo Nordisk á þeim lyfjum sem Novo framleiðir. Ekkert ólöglegt var við þennan flutning á félaginu en skattayfirvöld telja að verðmæti þess hafi verið stórlega vanmetið af Novo Nordisk þegar það var flutt til Sviss. Skatturinn krefst því þess að Novo Nordisk borgi danska skatta af tekjum dótturfélagsins upp á 22 milljarða danskra kr. á árunum 2005 til 2009. Jesper Brandgaard fjármálastjóri Novo Nordisk segir í samtali við fréttastofu danska ríkisútvarpsins að fyrirtækið svíki ekki undan skatti. „Við borgum þá skatta sem okkur er ætlað að borga,“ segir Brandgaard. Hann bendir einnig á að fleiri mál séu í gangi milli Novo Nordisk og danskra skattyfirvalda og raunar í fleiri löndum. Það sé þó ekki þar með sagt að yfirtækið stundi skattsvik. Novo Nordisk er stærsta fyrirtækið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn, miðað við markaðsverðmæti. Það hefur einkum hagnast á framleiðslu lyfja gegn sykursýki en það er leiðandi í heiminum á því sviði. Í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í morgun féllu hlutir í Novo Nordisk um tæp 2% og töpuðu hluthafar þar með rúmlega 9 milljörðum danskra kr. á eign sinni í fyrirtækinu. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Mál þetta er stærsta skattamál í sögu Danmerkur en fjallað var um það í heimildarþætti á DR1 um helgina. Forsaga málsins er sú að árið 2002 flutti Novo Nordisk dótturfélag sitt í skattaskjól í Sviss. Félag þetta heldur utan um einkaleyfi Novo Nordisk á þeim lyfjum sem Novo framleiðir. Ekkert ólöglegt var við þennan flutning á félaginu en skattayfirvöld telja að verðmæti þess hafi verið stórlega vanmetið af Novo Nordisk þegar það var flutt til Sviss. Skatturinn krefst því þess að Novo Nordisk borgi danska skatta af tekjum dótturfélagsins upp á 22 milljarða danskra kr. á árunum 2005 til 2009. Jesper Brandgaard fjármálastjóri Novo Nordisk segir í samtali við fréttastofu danska ríkisútvarpsins að fyrirtækið svíki ekki undan skatti. „Við borgum þá skatta sem okkur er ætlað að borga,“ segir Brandgaard. Hann bendir einnig á að fleiri mál séu í gangi milli Novo Nordisk og danskra skattyfirvalda og raunar í fleiri löndum. Það sé þó ekki þar með sagt að yfirtækið stundi skattsvik. Novo Nordisk er stærsta fyrirtækið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn, miðað við markaðsverðmæti. Það hefur einkum hagnast á framleiðslu lyfja gegn sykursýki en það er leiðandi í heiminum á því sviði. Í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í morgun féllu hlutir í Novo Nordisk um tæp 2% og töpuðu hluthafar þar með rúmlega 9 milljörðum danskra kr. á eign sinni í fyrirtækinu.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira