Í máli gegn Forbes vegna stöðu sinnar á auðmannalista 10. júní 2013 08:07 Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Prinsinn sem hér um ræðir, Alwaleed bin Talal, var í 26. sæti á listanum fyrir þetta ár með auðæfin sem metin voru á 20 milljarða dollara. Prinsinn segir að auðæfi sín séu 10 milljörðum dollara meiri og því eigi hann að vera ofar á listanum. Í frétt um málið í blaðinu Los Angeles Times segir að prinsinn sé æfur af reiði vegna þess hversu neðarlega hann er á þessum lista. Fram kemur í blaðinu að Forbes kunni að hafa gert hann enn reiðari með því að birta grein um hvernig hann metur sjálfur auðæfi sín en þar stendur ekki steinn yfir steini að mati tímaritsins. „Árum saman hafa fyrrum forstjórar fyrirtækja í eigu Alwaleed sagt mér að prinsinn ýki eigur sínar á kerfisbundinn hátt um milljarða dollara þótt hann sé einn af auðugustu mönnum heimsins,“ skrifaði Kerry Dolan einn af blaðamönnum Forbes í fyrrnefndri grein. Hann bætir því við að jafnvel hinum athyglissjúka Donald Trump hafi aldrei dottið slíkt í hug. Í frétt Los Angeles Times segir að ef auðæfi prinsins væru metin 10 milljörðum dollara meiri en Forbes gerir myndi það nægja til að hann næði 9. sæti á fyrrgreindum lista. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Prinsinn sem hér um ræðir, Alwaleed bin Talal, var í 26. sæti á listanum fyrir þetta ár með auðæfin sem metin voru á 20 milljarða dollara. Prinsinn segir að auðæfi sín séu 10 milljörðum dollara meiri og því eigi hann að vera ofar á listanum. Í frétt um málið í blaðinu Los Angeles Times segir að prinsinn sé æfur af reiði vegna þess hversu neðarlega hann er á þessum lista. Fram kemur í blaðinu að Forbes kunni að hafa gert hann enn reiðari með því að birta grein um hvernig hann metur sjálfur auðæfi sín en þar stendur ekki steinn yfir steini að mati tímaritsins. „Árum saman hafa fyrrum forstjórar fyrirtækja í eigu Alwaleed sagt mér að prinsinn ýki eigur sínar á kerfisbundinn hátt um milljarða dollara þótt hann sé einn af auðugustu mönnum heimsins,“ skrifaði Kerry Dolan einn af blaðamönnum Forbes í fyrrnefndri grein. Hann bætir því við að jafnvel hinum athyglissjúka Donald Trump hafi aldrei dottið slíkt í hug. Í frétt Los Angeles Times segir að ef auðæfi prinsins væru metin 10 milljörðum dollara meiri en Forbes gerir myndi það nægja til að hann næði 9. sæti á fyrrgreindum lista.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira