Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir voru í byrjunarliði LdB Malmö í 2-2 jafntefli gegn Tyresö í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Marta skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum og útlitið var allt annað en gott fyrir heimakonur. Mark Önju Mittag seint í hálfleiknum gaf heimakonum von þegar gengið var til búningsherbergja.
Mittag var aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleiknum og jafnaði metin. Tyresö heldur toppsæti sínu eftir leikinn en liðið hefur 27 stig. Malmö er í öðru sæti með 24 stig.
Þóra Björg meiddist undir lok leiksins og var skipt af velli. Sænskir miðlar segja Þóru hafa slasast á læri þegar hún kastaði frá marki sínu. Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðsli Þóru eru.
Katrín Jónsdóttir spilaði allan leikinn með Umeå í 1-0 tapi á útivelli gegn Linköping. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var allan tímann á varamannabekknum í 4-2 útisigri Arna-Björnar á Sandviken.
Þóra fór meidd af velli í toppslagnum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti