„Ég kem til með að sakna Kaupmannahafnar mikið. Héðan á ég góðar minningar," segir Sölvi Geir Ottesen í kveðjuinnslagi á heimasíðu FC Kaupmannahafnar.
Sölvi Geir hefur verið úti í kuldanum stærstan hluta tímabilsins og legið ljóst fyrir í töluverðan tíma að hann væri á förum frá félaginu.
„Sölvi hefur haft mikil áhrif á félagið á frekar stuttum tíma," segir Carsten V. Jensen yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. Hann segir Sölva hafa tekið mótlætinu á tímabilinu afar fagmannlega.
„Sölvi er sigurvegari og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni," segir Jensen.
Sölvi er ekki í neinu vafa um hans besta augnablik hjá FCK.
„Það var markið sem kom okkur í Meistaradeildini. Það varð allt vitlaust sem ég skoraði og klárlega mín stærsta stund á ferlinum," segir Sölvi. Vísar hann þar í sigurmark sitt gegn Rosenborg á Parken sem tryggði FCK sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
„Ég mun sakna aðdáandanna, leikmannanna og alls í kringum félagið. Hér naut ég mín vel," segir Sölvi.
Innslagið má sjá hér að neðan.