Norska sjávarafurðaráðið hefur krafist þess af Svíum að þeir noti orðið laks en ekki lax yfir norskan eldislax sem seldur er í Svíþjóð. Svíar fá um 98% af innfluttum laxi sínum frá Noregi.
Fjallað er um málið í Aftonbladet og þar er haft eftir Line Kjeldstrup, talsmanni norska sjávarafurðaráðsins að þetta sé leið til að sýna hvaðan laxinn komi. Kannanir hafa sýnt að þrír af hverjum fjórum Svíum vilji vita um uppruna þess lax sem þeir borða. Kjeldstrup segir að með því að nota orðið laks sé komin einföld lausn á þeim óskum, a.m.k. hvað norska laxinn varðar.
Kjeldstrup neitar því alfarið að þessi krafa sé eingöngu tilkomin til að vekja athygli á norskum eldislaxi og ítrekar að mikilvægt sé að vita hvaðan laxinn sé kominn. Hún bendir á að þorskur úr Barentshafi sé kallaður „skrei“ um alla Evrópu.
Sænska málfarsnefndin er ekki ýkja hrifinn af þessari kröfu Norðmanna og mun ekki fara eftir henni. Erika Lyly málfarsráðunautur nefndarinnar segir að laks líti ekki vel út sem skrifað orð í sænsku. Það sem skrifað er á sænsku eigi að vera upplýsandi fyrir Svía. „Ég get ekki hugsað mér annað en að hafa stafinn x í þessu orði,“ segir Lyly.
Vilja þvinga Svía til að nota orðið laks en ekki lax

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent