Porsche 356 ekinn 1,6 milljón kílómetra og enn ekið daglega Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2013 08:45 Porsche 356 bíllinn, fagurblár og enn í stuði Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent
Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent