Ljótur bíll með guðdómlega innréttingu Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2013 11:15 Hverjum dettur í hug að innrétta Nissan Versa bíl á þann hátt að hann slær við innréttingum dýrustu lúxusbíla heims? Jú, það er breytingafyrirtæki eitt í Indlandi, DC Design, sem datt þessi ósköp í hug og svo virðist sem þeir hafi bæði góðan smekk og kunni til verka. DC Design var svo hrifið að stóru afturrými Nissan Versa að þeir töldu bílinn heppilegan til að breyta honum í eðalvagn þar sem aðeins betur færi um farþega en í óbreyttum bíl. Engar breytingar voru gerðar á ytra byrði bílsins og því má tæplega greina að þar fer lúxusbíll. Að innan er bíllinn alsettur rauðu gullfallegu leðri og viðarinnsetningum. Í honum er kælir fyrir drykki, stór LCD skjár svo farþegum leiðist ekki hægur aksturinn og farþegasætið hefur verið flutt aftur svo teygja megi almennilega úr löppunum. Þessi bíll er kannski heppilegur fyrir þá kaupendur sem ekki vilja sýna öðrum ríkidæmi sitt. DC Design hefur gert marga huggulega hluti fyrir þá sem efni hafi á þjónustu þeirra og má kynna sér nokkra konfektmola þeirra í myndskeiðinu hér að ofan, þó ekki Nissan Versa bílinn.Svona lítur bíllinn út að utanHér getur engum liðið illa Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent
Hverjum dettur í hug að innrétta Nissan Versa bíl á þann hátt að hann slær við innréttingum dýrustu lúxusbíla heims? Jú, það er breytingafyrirtæki eitt í Indlandi, DC Design, sem datt þessi ósköp í hug og svo virðist sem þeir hafi bæði góðan smekk og kunni til verka. DC Design var svo hrifið að stóru afturrými Nissan Versa að þeir töldu bílinn heppilegan til að breyta honum í eðalvagn þar sem aðeins betur færi um farþega en í óbreyttum bíl. Engar breytingar voru gerðar á ytra byrði bílsins og því má tæplega greina að þar fer lúxusbíll. Að innan er bíllinn alsettur rauðu gullfallegu leðri og viðarinnsetningum. Í honum er kælir fyrir drykki, stór LCD skjár svo farþegum leiðist ekki hægur aksturinn og farþegasætið hefur verið flutt aftur svo teygja megi almennilega úr löppunum. Þessi bíll er kannski heppilegur fyrir þá kaupendur sem ekki vilja sýna öðrum ríkidæmi sitt. DC Design hefur gert marga huggulega hluti fyrir þá sem efni hafi á þjónustu þeirra og má kynna sér nokkra konfektmola þeirra í myndskeiðinu hér að ofan, þó ekki Nissan Versa bílinn.Svona lítur bíllinn út að utanHér getur engum liðið illa
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent