Vinnur nær örugga sýklavörn úr skrápum hákarla 3. júní 2013 07:34 Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira