Chevrolet TRAX kemur í júlí Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 08:15 Chevrolet Trax jepplingurinn kemur til landsins í júlí. TRAX, nýi jepplingurinn frá Chevrolet, er þegar farinn að hlaða á sig rósum á mörkuðum erlendis. Nú á dögunum var kynnt úttekt sem EURO NCAP gerði á honum en NCAP er sjálfstæð stofnun sem metur árekstravarnir nýrra fólksbíla í Evrópu. TRAX hlaut 5 stjörnur og hæstu einkunn í sínum flokki, en árið 2013 voru innleiddir mun strangari staðlar við prófanirnar. TRAX er þar með orðinn sjötti bíllinn frá Chevrolet sem flaggar Euro NCAP öryggisstimplinum eftirsótta. Fyrir eru Aveo, Volt, Cruze , Orlando, Malibu og Captiva. "Þetta eru flottar fréttir því TRAX er sérlega spennandi viðbót við Chevrolet fjölskylduna og vakti mikla athygli á bílasýningunni í Fífunni í vor," segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. "TRAX jepplingurinn kom á Evrópumarkaðinn í maí og við fáum hann til okkar í júlí." Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent
TRAX, nýi jepplingurinn frá Chevrolet, er þegar farinn að hlaða á sig rósum á mörkuðum erlendis. Nú á dögunum var kynnt úttekt sem EURO NCAP gerði á honum en NCAP er sjálfstæð stofnun sem metur árekstravarnir nýrra fólksbíla í Evrópu. TRAX hlaut 5 stjörnur og hæstu einkunn í sínum flokki, en árið 2013 voru innleiddir mun strangari staðlar við prófanirnar. TRAX er þar með orðinn sjötti bíllinn frá Chevrolet sem flaggar Euro NCAP öryggisstimplinum eftirsótta. Fyrir eru Aveo, Volt, Cruze , Orlando, Malibu og Captiva. "Þetta eru flottar fréttir því TRAX er sérlega spennandi viðbót við Chevrolet fjölskylduna og vakti mikla athygli á bílasýningunni í Fífunni í vor," segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. "TRAX jepplingurinn kom á Evrópumarkaðinn í maí og við fáum hann til okkar í júlí."
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent