Chevrolet TRAX kemur í júlí Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 08:15 Chevrolet Trax jepplingurinn kemur til landsins í júlí. TRAX, nýi jepplingurinn frá Chevrolet, er þegar farinn að hlaða á sig rósum á mörkuðum erlendis. Nú á dögunum var kynnt úttekt sem EURO NCAP gerði á honum en NCAP er sjálfstæð stofnun sem metur árekstravarnir nýrra fólksbíla í Evrópu. TRAX hlaut 5 stjörnur og hæstu einkunn í sínum flokki, en árið 2013 voru innleiddir mun strangari staðlar við prófanirnar. TRAX er þar með orðinn sjötti bíllinn frá Chevrolet sem flaggar Euro NCAP öryggisstimplinum eftirsótta. Fyrir eru Aveo, Volt, Cruze , Orlando, Malibu og Captiva. "Þetta eru flottar fréttir því TRAX er sérlega spennandi viðbót við Chevrolet fjölskylduna og vakti mikla athygli á bílasýningunni í Fífunni í vor," segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. "TRAX jepplingurinn kom á Evrópumarkaðinn í maí og við fáum hann til okkar í júlí." Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent
TRAX, nýi jepplingurinn frá Chevrolet, er þegar farinn að hlaða á sig rósum á mörkuðum erlendis. Nú á dögunum var kynnt úttekt sem EURO NCAP gerði á honum en NCAP er sjálfstæð stofnun sem metur árekstravarnir nýrra fólksbíla í Evrópu. TRAX hlaut 5 stjörnur og hæstu einkunn í sínum flokki, en árið 2013 voru innleiddir mun strangari staðlar við prófanirnar. TRAX er þar með orðinn sjötti bíllinn frá Chevrolet sem flaggar Euro NCAP öryggisstimplinum eftirsótta. Fyrir eru Aveo, Volt, Cruze , Orlando, Malibu og Captiva. "Þetta eru flottar fréttir því TRAX er sérlega spennandi viðbót við Chevrolet fjölskylduna og vakti mikla athygli á bílasýningunni í Fífunni í vor," segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. "TRAX jepplingurinn kom á Evrópumarkaðinn í maí og við fáum hann til okkar í júlí."
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent