Nýr Ford Kuga kominn Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 10:30 Jepplingurinn Ford Kuga hefur fengið vænar viðbætur með nýrri gerð bílsins sem kynntur verður næsta laugardag í Brimborg. Meðal þess er skynvætt tölvustýrt fjórhjóladrif sem lagar sig að undirlagi og ástandi vega. Er það nú staðalbúnaður ásamt Ford SYNC samskiptakerfinu með blátannarbúnaði. Ford SYNC er líka öryggisbúnaður og ef ökumaður lendir í óhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins. Rafdrifinn afturhleri með skynjara er einnig staðalbúnaður og ef eigandi bílsins er með hendur fullar þá færir hann fótinn undir stuðarann og þá opnast eða lokast afturhlerinn. Ford Kuga var valinn öruggasti bíllinn í sínum flokki af Euro NCAP og fékk hann 88% stiga í árekstra- og öryggisprófunum, en enginn annar bíll í þessum flokki hefur fengið jafn mörg stig. Kuga hefur nú mun stærra flutningsrými en áður, 456 lítra og 1.653 lítra ef aftursætin eru lögð niður. Veghæð Ford Kuga er 19,6 cm sem er hentugt við íslenskar aðstæður. Ford Kuga er í boði sjálfskiptur og beinskiptur, með bensín- eða dísilvélum. Ford EcoBoost bensínvélin er sú sparneytnasta sem Ford hefur framleitt og hefur fengið fjöldan allan af viðurkenningum. Ford EcoBoost var m.a. valin vél ársins 2012 að mati Engine Technology International Magazine. Í þessum bíl er hún sérstaklega öflug, 182 hestöfl. Afgreiðslutími sérpantana á Ford Kuga er líka styttri en almennt gerist, eða um 8-12 vikur. Mikið af aukabúnaði má fá í bílnum. Hann má fá með bílastæðaaðstoð, nálægðaskynjara, árekstravara, veglínuskynjara, umferðaskiltalesara og ljósaskynjara sem nemur umferð úr gagnstæðri átt. BLIS öryggiskerfi nemur hliðarumferð og árekstravörnin virkjar bremsur sjálfkrafa sé hætta á aftanákeyrslu. Nýr Ford Kuga verður sýndur í Brimborg á laugardaginn milli kl. 12 og 16. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent
Jepplingurinn Ford Kuga hefur fengið vænar viðbætur með nýrri gerð bílsins sem kynntur verður næsta laugardag í Brimborg. Meðal þess er skynvætt tölvustýrt fjórhjóladrif sem lagar sig að undirlagi og ástandi vega. Er það nú staðalbúnaður ásamt Ford SYNC samskiptakerfinu með blátannarbúnaði. Ford SYNC er líka öryggisbúnaður og ef ökumaður lendir í óhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins. Rafdrifinn afturhleri með skynjara er einnig staðalbúnaður og ef eigandi bílsins er með hendur fullar þá færir hann fótinn undir stuðarann og þá opnast eða lokast afturhlerinn. Ford Kuga var valinn öruggasti bíllinn í sínum flokki af Euro NCAP og fékk hann 88% stiga í árekstra- og öryggisprófunum, en enginn annar bíll í þessum flokki hefur fengið jafn mörg stig. Kuga hefur nú mun stærra flutningsrými en áður, 456 lítra og 1.653 lítra ef aftursætin eru lögð niður. Veghæð Ford Kuga er 19,6 cm sem er hentugt við íslenskar aðstæður. Ford Kuga er í boði sjálfskiptur og beinskiptur, með bensín- eða dísilvélum. Ford EcoBoost bensínvélin er sú sparneytnasta sem Ford hefur framleitt og hefur fengið fjöldan allan af viðurkenningum. Ford EcoBoost var m.a. valin vél ársins 2012 að mati Engine Technology International Magazine. Í þessum bíl er hún sérstaklega öflug, 182 hestöfl. Afgreiðslutími sérpantana á Ford Kuga er líka styttri en almennt gerist, eða um 8-12 vikur. Mikið af aukabúnaði má fá í bílnum. Hann má fá með bílastæðaaðstoð, nálægðaskynjara, árekstravara, veglínuskynjara, umferðaskiltalesara og ljósaskynjara sem nemur umferð úr gagnstæðri átt. BLIS öryggiskerfi nemur hliðarumferð og árekstravörnin virkjar bremsur sjálfkrafa sé hætta á aftanákeyrslu. Nýr Ford Kuga verður sýndur í Brimborg á laugardaginn milli kl. 12 og 16.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent