Jeep neitar að innkalla 2,7 milljónir bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2013 08:45 Jeep Grand Cherokee árgerð 2007 Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, hefur farið fram á að Jeep innkalli 2,7 milljónir bíla af gerðunum Jeep Grand Cherokee og Jeep Liberty vegna eldsneytistanks bílanna sem stofnunin segir hættulega. Cherokee bílarnir eru af árgerðum 1993 til 2007 og Liberty bílarnir 2002 til 2007. NHTSA vill meina að staðsetning þeirra fyrir aftan aftari öxul bílanna hafi stuðlað að dauða 15 manna og slasað 46 aðra þegar í þeim hefur kviknað við aftanákeyrslu. Jeep telur þessa kröfu stofnunarinnar óraunhæfa og ranga og segir bílana ekki bara mæta þeim stöðlum sem uppfylla þarf heldur fara fram úr þeim og beri þeim ekki að innkalla þessa bíla og breyta staðsetningu tankanna. Það er Chrysler fyrirtækið sem á Jeep og kostnaðurinn við svona stóra innköllun væri enginn barnaleikur fyrir fyrirtækið og drægi verulega úr hagnaði ársins. Barátta þess við stofnunina er ekki til lykta leidd og forvitnilegt að sjá hvernig hún endar. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent
Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, hefur farið fram á að Jeep innkalli 2,7 milljónir bíla af gerðunum Jeep Grand Cherokee og Jeep Liberty vegna eldsneytistanks bílanna sem stofnunin segir hættulega. Cherokee bílarnir eru af árgerðum 1993 til 2007 og Liberty bílarnir 2002 til 2007. NHTSA vill meina að staðsetning þeirra fyrir aftan aftari öxul bílanna hafi stuðlað að dauða 15 manna og slasað 46 aðra þegar í þeim hefur kviknað við aftanákeyrslu. Jeep telur þessa kröfu stofnunarinnar óraunhæfa og ranga og segir bílana ekki bara mæta þeim stöðlum sem uppfylla þarf heldur fara fram úr þeim og beri þeim ekki að innkalla þessa bíla og breyta staðsetningu tankanna. Það er Chrysler fyrirtækið sem á Jeep og kostnaðurinn við svona stóra innköllun væri enginn barnaleikur fyrir fyrirtækið og drægi verulega úr hagnaði ársins. Barátta þess við stofnunina er ekki til lykta leidd og forvitnilegt að sjá hvernig hún endar.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent