Árás á tölvuþrjóta: Íslenska lögreglan aðstoðar Microsoft og FBI 6. júní 2013 08:00 Íslenska lögreglan, ásamt lögregluyfirvöldum í 80 ríkjum, aðstoðaði tölvurisann Microsoft og bandarísku alríkislögregluna FBI í árás þeirra á einn stærsta glæpahring tölvuþrjóta í heiminum. Hringurinn gengur undir nafninu Citadel Botnets og er talinn hafa rænt um hálfum milljarði dollara, eða yfir 60 milljörðum af bankareikningum undanfarna 18 mánuði. Í frétt um málið á Reuters segir að sérstakri glæpadeild Microsoft eða Digital Crimes Unit hafi í aðgerð þessari tekist að loka a.m.k. 1000 tölvunetum af um 1.400 sem tilheyrðu Citadel Botnets. Talið er að þessum tölvuþrjótum hafi tekist að brjótast inn í um 5 milljónir tölva á heimsvísu. Meðal þeirra banka og fjármálastofnana sem Citadel Botnets tókst að brjótast inn í má nefna Citigroup, American Express, Bank of America, JPMorgan Chase, eBay, Paypal, Credit Suisse og Wells Fargo. Reuters hefur eftir Richard D. Boscovich einum yfirmanna Digital Crimes Unit að “slæmu strákarnir munu finna fyrir þessu hnefahöggi í magann” eins og hann orðar það. Fram kemur í frétt Reuters að íslenska lögreglan hafi komið við sögu í þessari aðgerð og aðstoðað Microsoft og FBI. Það sama á við um lögregluyfirvöld í 80 öðrum ríkjum í flestum heimsálfum. Hinar sýktu tölvur var að finna í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu, Hong Kong, Indlandi og Ástralíu. Sjá nánar hér. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Íslenska lögreglan, ásamt lögregluyfirvöldum í 80 ríkjum, aðstoðaði tölvurisann Microsoft og bandarísku alríkislögregluna FBI í árás þeirra á einn stærsta glæpahring tölvuþrjóta í heiminum. Hringurinn gengur undir nafninu Citadel Botnets og er talinn hafa rænt um hálfum milljarði dollara, eða yfir 60 milljörðum af bankareikningum undanfarna 18 mánuði. Í frétt um málið á Reuters segir að sérstakri glæpadeild Microsoft eða Digital Crimes Unit hafi í aðgerð þessari tekist að loka a.m.k. 1000 tölvunetum af um 1.400 sem tilheyrðu Citadel Botnets. Talið er að þessum tölvuþrjótum hafi tekist að brjótast inn í um 5 milljónir tölva á heimsvísu. Meðal þeirra banka og fjármálastofnana sem Citadel Botnets tókst að brjótast inn í má nefna Citigroup, American Express, Bank of America, JPMorgan Chase, eBay, Paypal, Credit Suisse og Wells Fargo. Reuters hefur eftir Richard D. Boscovich einum yfirmanna Digital Crimes Unit að “slæmu strákarnir munu finna fyrir þessu hnefahöggi í magann” eins og hann orðar það. Fram kemur í frétt Reuters að íslenska lögreglan hafi komið við sögu í þessari aðgerð og aðstoðað Microsoft og FBI. Það sama á við um lögregluyfirvöld í 80 öðrum ríkjum í flestum heimsálfum. Hinar sýktu tölvur var að finna í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu, Hong Kong, Indlandi og Ástralíu. Sjá nánar hér.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira