Allt er að verða klárt í Laugardalshöll þar sem hitað verður upp fyrir landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli í kvöld.
Knattspyrnudeild Þróttar stendur fyrir upphituninni sem hefst klukkan 16. Þá mun Hreimur Örn Heimisson spila á gítarinn og halda uppi stemmningunni.
Upphaflega átti skemmtunin að fara fram í tjaldi en Reykjavíkurborg synjaði í tvígang beiðni Þróttara um að bjórtjald. Þeir dóu hins vegar ekki ráðalausir og fluttu sig inn í Laugardalshöll.
Bjarni Guðjónsson, leikmaður KR, og Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á Rúv, mæta í hús klukkan 17 og munu miðla af sérfræðiþekkingu sinni til gesta.
Landsleikurinn
