Óheppið dádýr á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2013 08:45 Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent
Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent